Karfan er tóm.
Breytingar á verðskrá zinkhúðun
Frá og með 10. mars erum við að gera breytingar á verðskrá og m.a. leggja á nýtt gjald vegna zinkhúðunar. Um er að ræða umhverfisgjald sem verður lagt á vegna kostnaðar og krafna við endurvinnslu og förgun á efnum sem nauðsynleg eru til zinkhúðunar.
Förgunarkostnaður af þessari starfsemi er nú þegar mikill en við munum leita allra leiða til að ná fram lækkun. Á þeim grundvelli munum við að þessu sinni halda okkur við 6% hækkun sem mun reiknast af nettó upphæð reiknings.
Til að koma til móts við okkar viðskiptavini þá munum við á sama tíma lækka álagsgjald vegna tvídífingar úr 70% í 55%.
Þar að auki viljum við benda á áframhaldandi samstarf okkar við DOT í Danmörku en við höfum möguleika á að bjóða mun breiðara vöruúrval í yfirborðsmeðhöndlun málma í gegnum þá, með reglulegum ferðum frá Hafnarfirði til Danmerkur og tilbaka.
Má meðal annars nefna að hægt er að zinkhúða mun stærri hluti þar, en deiglur þeirra eru mun stærri en okkar og geta tekið lengd allt að 22 metrum eða að hámarki þyngd allt að 15 tonnum. Auk þess má nefna að þeir eru með litlar keramik deiglur og þeytivindur fyrir smáhluti sem gefa af sér meiri gæði en gerist og gengur í hefðbundinni zinkhúðun á minni og fínni hlutum.
DOT bíður jafnframt upp á málun, bæði lakk og pólýhúðun. Sjá nánar hér: www.dot-nordic.com/en
Nánari upplýsingar og verð hjá Steinari Magnússyni - steinar@ferrozink.is og Guðfinni Árnasyni - guffi@ferrozink.is