Fara í efni

Persónuverndarstefna

Vefsíða Ferro Zink hf meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Með því að nota vefsíðu Ferro Zink hf veitir viðkomandi notandi samþykki sitt á skráningu og vinnslu á persónuupplýsingum sínum, sem og notkun vefsins á vafrakökum.

Persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar eru upplýsingar sem beint eða óbeint má rekja til tiltekins einstaklings. Persónuupplýsingar geta verið nafn, heimilisfang, símanúmer, netfang, IP-tala eða upplýsingar um vörukaup einstaklings.

Við staðgreiðslu í vefverslun þarf viðskiptavinur að gefa upp debet eða kreditkortanúmer, þær upplýsingar eru ekki geymdar á vefsíðu okkar heldur fara þær færslur í gegnum örugga greiðslusíðu viðkomandi færsluhirðis.
Þegar notandi verslar í vefverslun Ferro Zink hf þarf að gefa upp persónuupplýsingar á borð við nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang.
Með því að versla í vefverslun samþykkir viðkomandi notandi slíka söfnun persónulegra upplýsinga.
Þessum upplýsingum er safnað til að hægt sé að versla á vefnum, auðkenna notendur við innskráningu, bæta þjónustu og tryggja góða notendaupplifun.

Þegar notandi skráir sig á póstlista á vef Ferro Zink hf eða verslar í vefverslun fer viðkomandi netfang á póstlista.
Hægt er að afskrá sig af póstlista með því að smella á vefslóð í tölvupósti sem sendur er á netfang notanda.


Skuldbindur Ferro Zink hf sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Vafrakökur
Þessi síða notar vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla.

Vafrakökur eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Þegar vafrinn seinna biður sama vefþjón um vefsíðu er kakan send til þjónsins með beiðninni. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna.

Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir virkni vefsins og er ekki tryggt að vefurinn virki sem skyldi ef vafrakökur eru ekki leyfðar.

Nánari upplýsingar um vafrakökur, hvernig hægt er að stýra notkun þeirra og eyða þeim má finna á eftirfarandi vefsíðu: http://www.allaboutcookies.org/manage-cookies/