Fara í efni

Umhverfisstefna

Umhverfisstefna

Síðast breytt: 12.12.2022

Ferro Zink gerir sér grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins hefur óhjákvæmilega áhrif á umhverfið. Við leggjum okkur fram um að lágmarka neikvæð umhverfisháhrif af starfsemi okkar. Ferro Zink kappkostar að starfsfólk fyrirtækisins séu meðvitaðir um þau efni og aðferðir sem fyrirtækið beitir í framleiðslu sinni og áhrif þeirra á það sjálft, lífríkið og umhverfið í heild. Félagið vill tryggja að starfsfólk vinni störf sín í heilnæmu og öruggu umhverfi. Umhverfisstefnan var samþykkt á fundi stjórnar þann 15.12.2022.

Við munum:

  • Fara eftir öllum lögum, reglum og kröfum sem gerðar eru til starfsemi okkar í umhverfismálum.
  • Við munum innleiða eftirfylgni með áhrifum okkar á umhverfið í gæðakerfi til þess að geta stöðugt bætt okkur og minnkað áhrif á umhverfið.
  • Gera reglubundnar kannanir á áhrifum okkar á umhverfið og innleiða aðgerðir til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Nýta aðföng með sem hagkvæmustum hætti og draga úr úrgangi með því að draga úr sóun, endurnýta, endurvinna og endurheimta hráefni í framleiðslu þegar það er mögulegt.
  • Veita starfsfólki okkar aðgang að menntun og fræðsluefni um umhverfismál og hvetja það til að vera virkir þátttakendur í verndun umhverfisins.
  • Leita leiða til þess að draga úr mengun í starfseminni og búa starfsmönnum heilnæmt umhverfi á öllum starfsstöðvum félagsins.
  • Eiga opin og hreinskiptin samskipti við hagsmunaaðila um umhverfisstefnuna og árangur af henni.

Við viljum stöðugt bæta okkur í umhverfismálum og leggja okkar af mörkum til verndunar umhverfisins fyrir komandi kynslóðir.

Ábyrgðaraðili umhverfisstefnu

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd umhverfisstefnunnar og að þeirri stefnu sé fylgt við allan rekstur félagsins og að tekið sé tillit til umhverfislegra þátta við viðskiptalegar ákvarðanir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að umhverfisupplýsingar séu skráðar með viðeigandi hætti, framkvæmd reglubundinnar rýni og viðbragða við niðurstöðum rýninnar.

Miðlun upplýsinga til starfsfólks og annara hagsmunaaðila um umhverfismál eru á ábyrgð framkvæmdastjóra.

Eftirfylgni, vöktun, mælingar og endurskoðun

Til að vakta og mæla áhrif starfseminnar á umhverfið skal félagið leita leiða til að kortleggja kolefnisspor sitt ásamt annarri mengun sem af starfseminni kann að hljótast. Félagið skal árlega setja sér markmið um minnkun þeirrar mengunar sem af starfseminni hlýst. Slík markmið skulu fyrst sett í lok árs 2023 fyrir árið 2024. Eftir að markmið um að draga úr mengun hafa verið sett skal framkvæmdastjóri setja fram aðgerðaráætlun sem miðar að því að ná markmiðunum. Æðstu stjórnendur rýna aðgerðaráætlunina og samþykkja í árlegri rýni stjórnenda. Helstu niðurstöður mælinga og aðgerðaráætlun eru kynntar fyrir starfsfólki. Framkvæmdastjóri skal sjá til þess að stefna þessi sé tekin til endurskoðunar árlega.