Fara í efni

Starfsmanna-, jafnlauna- og jafnréttisstefna

Starfsmanna-, jafnlauna- og jafnréttisstefna
Síðast breytt: 15.5.2023

Ferro Zink er umhugað um að veita öllu starfsfólki jöfn tækifæri og umbun fyrir störf sín fyrir fyrirtækið óháð, kyni, aldri, uppruna, trúarbrögðum eða öðrum einstaklingsbundnum sérkennum. Ferro Zink kappkostar að vera fyrirmyndarvinnuveitandi og bæði eftirsóknarverður og framsækinn vinnustaður. Æðstu stjórnendur vilja tryggja faglega stjórnun mannauðs, samfélagslega ábyrgð og hafa skuldbundið sig til að setja félaginu jafnlaunamarkmið og vinna að stöðugum umbótum og eftirliti með framgangi stefnunnar.

Markmið innleiðingar jafnlaunamarkmiða og jafnlaunastefnu skv. jafnlaunastaðli er að enginn launamunur sé á milli kynja, með 5% vikmörkum. Stefnunni er ætlað að efla jafnrétti hvað varðar launajafnrétti, laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og einelti, kyndbundið ofbeldi, áreiti og áreitni:

Til að ná fram þessu markmiðum mun Ferro Zink:

  • Kappkosta að ráðningar, starfsþróun og símenntun feli ekki í sér kerfisbundna mismunun, vegna kyns, aldurs, uppruna, trúarbragða eða öðrum einstaklingsbundnum sérkennum.
  • Við leitumst við jafna kynjahlutfall innan vinnustaðarins og lítum til kynjahlutfalls, við ráðningar reynist tveir umsækjendur jafn hæfir.
  • Við rýnum launasetningu með reglubundnum hætti sem og aðferðir við starfsþróun með jafnræði og sanngirni í huga.
  • Veita öllu starfsfólki tækifæri til þess að öðlast framgang í starfi byggt á frammistöðu þeirra, þekkingu og reynslu og þörf félagsins fyrir þá eiginleika sem það kann að búa yfir.
  • Leggja okkur fram um að skapa umhverfi, hreinskiptra opinna og jákvæðra samskipta þar sem allir starfsmenn finna að þeir séu metnir að verðleikum og hvetja starfsmenn til að ræða opinskátt um ósanngirni og mismunun.
  • Veita öllu starfsfólki jafnan aðgang að símenntun og þjálfun.
  • Ferro Zink er vinnustaður þar sem einelti, kynferðislegt áreiti, áreitni eða ofbeldi er ekki liðið.


Við viljum að Ferro Zink sé vinnustaður þar sem allir starfsmenn hafi tækifæri til að blómstra og finni að komið sé fram við þá af sanngirni og heiðarleika.

Ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á framkvæmd jafnréttismála og að þeirri stefnu sé framfylgt við allar launaákvarðanir. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi, framkvæmd reglubundinnar rýni og viðbragða við niðurstöðum rýninnar.

Samskipti vegna jafnlaunakerfisins og miðlun upplýsinga til starfsfólks og annara hagsmunaaðila eru á ábyrgð mannauðsstjóra ásamt samskiptum og upplýsingamiðlun um jafnlaunakerfi Ferro Zink.

Skjölun, stefnur, verklagsreglur, erindi og fyrirspurnin vegna Starfsmanna, jafnréttis og jafnlaunastefnunnar eru vistuð á Sharepoint svæði.

Jafnlaunaviðmið

Við ákvörðun launa er horft til eðlis starfs, kjarasamninga, tímabundinna þátta eins og álags eða annara þátta eins og þeir eru skilgreindir í kjarasamningum hverju sinni. Umbunað er fyrir einstaklingsbundna og hópbundna þætti samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags hverju sinni.

Eftirfylgni, vöktun, mælingar og endurskoðun

Til að vakta og mæla þá þætti sem hafa áhrif á launakerfi félagsins eru launagreiningar framkvæmdar árlega, hið minnsta. Með launagreiningu er átt við kerfisbundna úttekt á launum og kjörum með það að leiðarljósi að skoða hvort um kynbundinn launamun sé að ræða. Launagreiningin felur bæði í sér samanburð á meðallaunum kynjanna, dreifingu launa kynjanna eftir starfshópum og framkvæmd aðhvarfsgreiningar. Árlega er framkvæmd innri úttekt af hlutlausum aðila. Eftir framkvæmd launagreiningarinnar og úttektarinnar eru niðurstöður notaðar til að setja fram aðgerðaráætlun og markmið, ef þurfa þykir. Æðstu stjórnendur rýna aðgerðaráætlunina og samþykkja í árlegri rýni stjórnenda. Helstu niðurstöður jafnlaunagreininga eru kynntar fyrir starfsfólki.

Frávik, úrbætur, forvarnir og samskipti

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að unnið sér að stöðugum umbótum, eftirfylgni og viðbrögðum við allri starfrækslu jafnlaunakerfisins og að unnið sé eftir þeim ferlum sem vísað er í. Framkvæmdastjóri sér til þess að kvartanir, fyrirspurnir eða ábendingar varðandi jafnlaunakerfisins séu mótteknar, skjalaðar og þær teknar til skoðunar. Framkvæmdstjóri sér einnig til þess að haldið sé utan um leiðréttingar vegna launa og ákvarðana um laun og annar þátta sem tengjast jafnlaunakerfinu. Framkvæmdastjóri sér til þess að mál séu rýnd og metið hvort þau eigi við rök að styðjast. Í kjölfarið leitar framkvæmdastjóri lausna í samræmi við alvarleika og eðli máls hverju sinni ásamt því að meta og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að lágmarka frávik.